Dagur 7 – Panama

Við vöknuðum eldsnemma og drifum okkur í morgunmat því við áttum að vera lögð af stað í skoðunarferð um Panamaskurðinn klukkan 9. Þetta gekk allt upp og við brunuðum af stað sem leið lá frá Colon í áttina til Panamaborgar. Við ókum þó bara hálfa leið, meðfram Gatun vatni og fórum um borð í tveggja hæða ferju rétt ofan við Gatun lásana við hæsta punkt Panamaskurðsins. Við sigldum síðan í 6 stundir með tilheyrandi bið á meðan lásarnir tveir voru vatnshæðarjafnaðir í 35 gráðu hita og blankalogni sem var alveg að kæfa okkur. Það skipti þó heldur betur um veður þegar við sigldum undir Ameríkubrúna því þá kom þessi úrhellis demba með þrumum og eldingum sem stóð í klukkustund. Það var ótrúlega gaman að upplifa þetta og ekki spillti það fyrir að fá um þetta skriflega staðfestingu. Eftir að hafa siglt yfir í Kyrrahafið var á ný stigið upp í rúturnar og ekið í gegnum Panamaborg og framhjá helstu stöðum og kennileitum og komið aftur til skips rúmum 8 tímum síðar 😉

2010-03-21-1

2010-03-21-2

2010-03-21-3

2010-03-21-4

2010-03-21-5

2010-03-21-6

2010-03-21-7

2010-03-21-8

9 thoughts on “Dagur 7 – Panama

  1. Þar sem það gengur hægar en á hraða snigilsins að setja inn myndir ætlum við að gera aðra tilraun á morgun 😉

  2. Hi gaman að fylgjast með ykkur æahahaha stella er að skrifa og allir á furulundi biðja að heilsa .
    Rosa fjör hjá ykkur .

  3. Fáið þið að taka þenna félaga með ykkur heim? 🙂

  4. Hæ Gróa. Það er alveg frábært að fá að fylgjast með ykkur. Takk fyrir 🙂

  5. Kristján á ég kannski að biðja um að fá að fara með hann heim fyrir þig, Ronny væri til í að gera svona fyrir mig 😉
    Takk fyrir kveðjurnar 🙂

  6. Hva’ er myndatökumynstrið búið að breytast, er verið að taka myndir af skipum og járni?
    Flott framtak, áhugavert.

    Sigga þú ættir að skella þér í þessa ferð.. 😉

  7. Gummi þú hefðir sko fílað Panamaskurðinn ekkert nema skip, bátar, vélar og járn. Ég tala nú ekki um skipið okkar engin smá fleyta 😉

Lokað er á athugasemdir.