New York

Ferðin milli Miami og New York gekk eins og í sögu. Það tók 2 tíma og 15 mínútur að fljúga og flugum við í Boeing 767-300 heljar ferlíki með 7 sætum í hverri röð. Við sátum í miðjunni aftarlega bara rúmgott og þægilegt. Við yfirgáfum skipið um klukkan 7 og við tók landamæratékk og bið eftir töskunum. Það var svo yellow cap sem flutti okkur á flugvöllinn og þar hófst aftur bið eftir að hafa tékkað inn og borgað fyrir að flytja töskurnar okkar 😉 En hér erum við í New York í algjörum skókassa en með gott baðherbergi. Eftir að Go var búið að keyra okkur og aðra farþega um á Manhattan enduðum við á Portland Square Hotel sem er eiginlega við Times Sqare. Í gær skelltum við okkur svo út í kuldann og kíktum á mannlífið á Times Square og fengum okkur eitthvað í gogginn. Við fórum á Famous Dave´s þar sem allir borða eins og svín og voru skammtarnir eftir því og áttum við erfitt með að klára (sjá myndir). Í dag ætlum við svo að ganga eitthvað um Manhattan og sinna viðskiptum og skoða okkur um í kuldanum, vonandi náum við okkur ekki í kvef því við erum ekki alveg með réttan fatnað 🙂

2010-03-27-1

2010-03-27-2

2010-03-27-6

2010-03-27-3

2010-03-27-4

2010-03-27-5