Fleiri færslur

Því miður höfum við verið á svo lélegu interneti síðustu daga að engar færslur og myndir hafa verið settar inn. En við erum búin að vera hér á Seralago hotels and suites í góðu yfirlæti þrátt fyrir arfaslakt internet. Við erum búin að nýta okkur þá sólargeisla sem gefast, liggja í sundlauginni og heita pottinum og bara slappa af. Við erum búin að fara í tvær skemmtilegar heimsóknir aðra til Beggu vinkonu og co í Ventura og hina til Chris Hurst og fjölskyldu í Safety Harbor. Í báðum heimsóknunum var stjanað við okkur og fengum við dýrindis máltíðir. Chris og Allen eru siglingarfélagar Siggu frænku og þau heimsóttu okkur á Íslandi í fyrra sumar. Þau fóru með okkur að skoða Safety Harbor sem er lítill fallegur bær rétt við Tampa. Þar var krítarhátíð og allar gangstéttir fullar af krítarlistaverkum og listamönnum á fjórum fótum við að klára verkin sín. Einstaklega skemmtilegt að heimsækja þau hjón og við hittum líka son þeirra, Pat og tengdadótturina Ashley 🙂 

Áður en við komum aftur til Orlando komum við við í Atlanta og gistum eina nótt. Þar sáum við það helsta í Atlanta eins og World of Coca Cola og Centennial Park. Við kíktum líka á Önnu Lovísu og strákana hennar og var mjög gaman að hitta þau. Keyrslan frá Atlanta til Orlando var frekar strembinn og við vorum virkilega glöð þegar við komumst hingað að lokum. Enn nú liggur fyrir að nota síðustu dagana í að sleikja sólina og slappa af og sinna pínu viðskiptum eins og gengur og gerist 😉