Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, þetta er gjarnan notað um áramót þegar vinir og vandamenn hittast og er það vel. Árið 2009 var ár mikilla breytinga í okkar litla þjóðfélagi en ég held að næsta ár 2010 verði það nú líka. Mikil óvissa ríkir um margt og allt sem áður var öruggt er það ekki lengur. En þá er bara að vera bjartsýnn og nýársheitið í ár er bara að lifa lífinu lifandi 😉