Fréttir af okkur

Ferðin heim var bara ánægjuleg í alla staði, við komum heim um kl. 9 á mánudagsmorgunin þreytt, örlítið bogin í baki en að öðru leyti í lagi. Samt sem áður erum við búin að vera frekar tuskuleg, höfum örugglega náð okkur í eitthvað flensulegt þarna í Ameríkunni. Vonandi náum við bara að losa okkur við þetta um páskana og verðum sem ný í næstu viku 😉