Dagur 6 – letilíf á sjó

Við sváfum lengur en vanalega eða til 8:30 og fórum á Windjammer. Eyddum síðan 1 og ½ tíma í ræktinni og lágum í sólbaði og hlustuðum á James Patterson. Rákumst síðar á borðfélaga okkar og sýndum þeim myndir gærdagsins í fartölvunni. Fyrir kvöldmat fórum við í boð hjá skipstjóranum sem haldið var fyrir Crown and Anchor meðlimi. Þar vorum ferðalangar spurðir hve oft þeir hefðu siglt og kom þá í ljós að eitt par frá Flórída var í sinni 97. siglingu frá árinu 1990 eða næstum 5 siglingar á ári og hana nú 😉

2010-03-20-1

2010-03-20-2

Dagur 5 – Kartagena Kólumbíu

Við lögðumst að bryggju rétt undir hádegi og fórum strax í skoðunarferð um Kartagena sem er ein elsta borgin í Kólumbíu og um leið stærsta hafnarborgin með 1.2 miljónir íbúa. Við byrjuðum á að skoða kastalann sem m.a. var notaður í myndinni Romancing the stone en þaðan var svo ekið niður í gamla miðbæinn þar sem við gengum um og fræddumst um sögu og menningu Kólumbíu. Þaðan var svo ekið yfir í nýja hlutann og endað í verslunarmiðstöð í minni kantinum þar sem aðallega voru í boði skartgripir með smarögðum (emeralds) ásamt öðrum hefðbundnum túristavarningi. Eftir fjóra klukkutíma í rúmlega 30 stiga hita var snúið aftur til skips. Okkur fannst áberandi hvað sölumenn voru ágengir og þess má geta að kellurnar tvær heimtuðu af okkur tvo dollara fyrir myndina. Á morgun eigum við svo rólegan dag á sjó.

2010-03-19-1

2010-03-19-2

2010-03-19-3

2010-03-19-4

2010-03-19-5

2010-03-19-6