Dagur 8 – Kosta Ríka

Lögðum af stað eldsnemma i tveggja tíma rútuferð til að komast í regnskóginn sem við höfðum ákveðið að skoða. Þegar þangað var komið stigum við um borð í skíðakláf sem tók 6 menn og einn leiðsögumann. Að lokinni 70 mínútna kláfferð var boðið upp á dýrindis hádegisverðahlaðborð en síðan var haldið í 25 mínútna göngutúr áður en haldið var til baka til skips. Í rútuferðinni sáum við heilu akrana af bananatrjám og ananasplöntum en við sáum einnig hve hrörleg húsin hjá heimamönnum eru og mikið rusl alls staðar. Einnig sáum við mikið af gámastöðvum sem útskýrist af því að landið liggur bæði að Kyrrahafi og Atlandshafi og nýta margir sér landflutning sem er ódýrari heldur en ferð í gegnum Panamaskurðinn. Þrátt fyrir að hafa verið að heimsækja regnskóginn vorum við tiltölulega heppinn með veður þangað til við fórum í rútuna en þá fór að hellirigna 😉

2010-03-23-1

2010-03-23-2

2010-03-23-3

2010-03-23-4

2010-03-23-5

2010-03-23-6

3 thoughts on “Dagur 8 – Kosta Ríka

  1. Vá hvað allt sem þið eruð að gera hljómar spennandi, er þvílíkt öfundsjúk 😉

  2. Já þetta er búin að vera frábær ferð, verðum bara að fara að safna fyrir fjölskylduferðinni 😉

Comments are closed.