Um mig

Ég að skrifa fæslu

Ég heiti Gróa Kristjánsdóttir og er 44 ára leikskólakennari og þetta er vefdagbókin mín. Ég er fædd í Reykjavík 6. júlí 1963 og foreldrar mínir eru Kristján Ólafsson og Edda Bergmann Guðmundsdóttir. Ég flutti á Seltjarnarnesið, nánar tiltekið á Miðbraut 3 þegar ég var 6 mánaða. Það vildi svo heppilega til að pabbi minn hóf störf í Danska Sendiráðinu þegar ég fór að búa og varð að flytja þangað starfsins vegna. Ég gat því búið áfram á Miðbrautinni og geri það enn. Ég er gift honum Þorvaldi mínum Þorvaldssyni en hann er fæddur í Reykjavík 15. nóvember 1956, sonur hjónanna Þorvaldar Aðalsteins Eyjólfssonar (d. 1978) og Sigríðar Ingibjargar Kristinsdóttur. Við Þorvaldur giftum okkur 11. september 1982. Frumburðurinn hann Kristján Þór fæddist svo 8. febrúar 1983 en hún Edda okkar Sif fæddist svo 14. september 1986. Þau gengu bæði í sömu skólana hér á Nesinu, síðan í MR og fóru bæði í Háskóla Íslands. Kristján hefur lokið B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði en Edda er á öðru ári í sálfræði. Edda býr með honum Gumma sínum á Austurströnd. Gummi heitir Guðmundur Hreinn Gíslason fæddur 2. febrúar 1984, nemi í Fjöltækniskólanum og er frá Grundarfirði.

Ég gekk í Landakotsskóla, svo Valhúsaskóla, þá í Versló þar sem ég útskrifaðist með Verslunarskólapróf 1981. Ég hóf svo nám í Háskólanum á Akureyri, leikskólakennarabraut árið 2000 og útskrifaðist vorið 2004. Ég hef unnið hjá leikskólum Seltjarnarness síðan 1991 og er nú deildarstjóri í leikskólanum Sólbrekku hér á Nesinu, nánar tiltekið á Birkilundi. Þorvaldur er deildarstjóri hjá Elkó, Kristján vinnur hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur kennt í MR, HÍ og Való en Edda vinnur í Sólbrekku.

Áhugamál mín eru ýmisleg, lengi vel voru það íþróttir, þó aðallega fótbolti, fylgdi börununum mínum í Gróttu og KR, þar til þau hættu iðkun. Handavinna og föndur hafa átt huga minn frá unga aldri og ég dunda við það öðru hvoru, sem og málun, mosaikvinnu og svo nú vefdagbókarfærslu. Ég hef mjög gaman af ferðalögum en siglingar með skemmtiferðaskipum eru í mestu uppáhaldi þessa dagana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *