Síðasta færsla ferðarinnar

Jæja nú er þetta ótrúlega skemmtilega ferðalag brátt á enda. Við sitjum hérna á ótrúlega flotta loungi hjá British Airways og hámum í okkur alls kyns góðgæti en þó engar flatkökur með hangikéti 😉 Eftir rúma tvo tíma förum við svo í loftið og lendum á Íslandi um kl. 06:00………………..

Síðasti dagurinn

Erum að tékka okkur út af hótelinu og munum eyða síðustu klukkustundunum í að skoða New York betur 😉 Fórum í gær upp í Rockefeller Center til að fá smá yfirsýn yfir bæinn, þrusu gott útsýni. Það var frekar kalt, feels like 26 sögðu kanarnir og við komum köld og gengin upp að hnjám en bara glöð með daginn.