Dagur 7 – Panama

Við vöknuðum eldsnemma og drifum okkur í morgunmat því við áttum að vera lögð af stað í skoðunarferð um Panamaskurðinn klukkan 9. Þetta gekk allt upp og við brunuðum af stað sem leið lá frá Colon í áttina til Panamaborgar. Við ókum þó bara hálfa leið, meðfram Gatun vatni og fórum um borð í tveggja hæða ferju rétt ofan við Gatun lásana við hæsta punkt Panamaskurðsins. Við sigldum síðan í 6 stundir með tilheyrandi bið á meðan lásarnir tveir voru vatnshæðarjafnaðir í 35 gráðu hita og blankalogni sem var alveg að kæfa okkur. Það skipti þó heldur betur um veður þegar við sigldum undir Ameríkubrúna því þá kom þessi úrhellis demba með þrumum og eldingum sem stóð í klukkustund. Það var ótrúlega gaman að upplifa þetta og ekki spillti það fyrir að fá um þetta skriflega staðfestingu. Eftir að hafa siglt yfir í Kyrrahafið var á ný stigið upp í rúturnar og ekið í gegnum Panamaborg og framhjá helstu stöðum og kennileitum og komið aftur til skips rúmum 8 tímum síðar 😉

2010-03-21-1

2010-03-21-2

2010-03-21-3

2010-03-21-4

2010-03-21-5

2010-03-21-6

2010-03-21-7

2010-03-21-8