Á vit ævintýranna

Á morgun rennur sá dagur upp sem við gamla settið á Miðbrautinni höfum lengi beðið eftir en þá fljúgum við á vit ævintýranna. Við ætlum að fljúga til Orlando og dveljum þar í sól og sumri í nokkra daga áður en við keyrum til Miami til að sigla um Karíbahafið. Þann 15. mars stígum við svo um borð í Jewel of the Seas og ætlum að sigla í 11 daga. Hér fyrir neðan er leiðarlýsing á siglingunni. Eftir að hafa siglt ætlum við að fljúga til New York í gegnum Miami og verðum við þar í 3 daga áður en við höldum heim. Hér verður hægt að lesa ferðasöguna. 🙂

Leiðarlýsing á siglingunni