Dagur 10 Cayman eyjar

Við sitjum hér í smá verslunarmiðstöð og sníkjum internet af innfæddum, við eigum það inni eftir allar bankainnstæður útrásavíkingana hahaha 😉 Við sváfum yfir okkur í morgun og hröðuðum okkur í leikhúsið á 5. dekki enn við áttum að mæta þar eldsnemma, engin morgunmatur í dag. Eftir að hafa siglt út að höfninni, því við erum í ytri höfninni hér, fundum við okkar skoðanaferð. Við komumst að því að við vorum bara 4 í þessari hjólaferð. Ferðafélagar okkar voru í þvílíkri hjólamúnderingu og komumst við að því að þau höfðu pantað ferðina fyrir nokkrum mánuðum. Samt sem áður vorum við miklu betur á okkur komin heldur en þau en við erum auðvitað í svo góðri æfingu 🙂 Við hjóluðum c.a. 10 km og komum við á skjaldbökubúgarði, í rommsölu og í bænum Hell. We went to Hell and came back. Hell er pínu bær með sérstökum kóralrifi sem er inn í miðju landi. Það var mjög gaman að skoða skjaldbökurnar sem voru allt frá nokkra mánaða upp í 60-70 ára. Við erum búin að rölta um og fara í Del Sol og kaupa nokkra boli en þeir skipta um lit í sól. Við ætlum að setja inn myndir vonandi seinna í dag eða kvöld, so until then…. by

Dagur 9 – Á sjó…….

Dagurinn í dag hefur svo farið í að slappa af, fara í ræktina og njóta lífsins 🙂 Í kvöld var svo seinni formlegi kvöldverðurinn og nutum við hans ásamt skemmtilegum borðfélögum. Af þeim 10 sem sitja við borðið hefur helmingurinn komið til Íslands, skemmtileg tilviljun. Á leiðinni upp í káetu vorum við svo samferða skipstjóranum Stig Nilson sem er frá Noregi en hann hafði verið á íslenskum fiskibátum í 10 ár.

Dagur 8 – Kosta Ríka

Lögðum af stað eldsnemma i tveggja tíma rútuferð til að komast í regnskóginn sem við höfðum ákveðið að skoða. Þegar þangað var komið stigum við um borð í skíðakláf sem tók 6 menn og einn leiðsögumann. Að lokinni 70 mínútna kláfferð var boðið upp á dýrindis hádegisverðahlaðborð en síðan var haldið í 25 mínútna göngutúr áður en haldið var til baka til skips. Í rútuferðinni sáum við heilu akrana af bananatrjám og ananasplöntum en við sáum einnig hve hrörleg húsin hjá heimamönnum eru og mikið rusl alls staðar. Einnig sáum við mikið af gámastöðvum sem útskýrist af því að landið liggur bæði að Kyrrahafi og Atlandshafi og nýta margir sér landflutning sem er ódýrari heldur en ferð í gegnum Panamaskurðinn. Þrátt fyrir að hafa verið að heimsækja regnskóginn vorum við tiltölulega heppinn með veður þangað til við fórum í rútuna en þá fór að hellirigna 😉

2010-03-23-1

2010-03-23-2

2010-03-23-3

2010-03-23-4

2010-03-23-5

2010-03-23-6