Route 66 – Cadillac Ranch, New Mexico.

Þegar við höfðum komið okkur út af hótelinu og aðeins vesenast með bílaleigubílinn sem var farinn að vera með einhver aukahljóð sem reyndist vera minniháttar og lagað keyrðum við að Cadillac Ranch. Það eru 10 Cadillacar sem standa upp úr auðninni og hægt er að láta listræna hæfileika sína í ljós með spreybrúsum. Við létum okkar hæfileika í ljós og gengum um og nutum veðursins því þrátt fyrir talsverðan vind var bara hlýtt og notalegt.

1 thought on “Route 66 – Cadillac Ranch, New Mexico.

Comments are closed.