Dagur 4 – Aruba

Þegar við vöknuðum í morgun hafði skipið þegar lagst að bryggju í Aruba. Þar sem við áttum ekki að mæta í skoðunarferðina fyrr en 10.45 ætluðum við að ganga um miðbæinn þó svo að allt væri lokað vegna þjóðhátíðardagsins. En þegar við vorum að leggja af stað gerði helli dembu svo að við vorum áfram í skipinu og virtum fyrir okkur útsýnið þar til við áttum að vera mætt. Ferðin var mjög fróðleg og skemmtileg þó að okkur fyndist við vera í ellismellaferð. Landslagið í Aruba er frekar gróft og mikið um kaktusa og aloa plöntur. Eftir ferðina héngum við svo á internetinu á fimmta dekki, því að við gátum keypt aðgang í Aruba fyrir mun minni upphæð og með mun meiri hraða en á skipinu. Við gátum því tékkað á pósti, hringt heim og skypað svolítið á ættingja og vini alveg þangað til skipað lagði frá landi. Nú tekur við sigling til Cartagena en við leggjumst að bryggju kl. 11:30 að staðartíma, þess má geta að við græðum klukkutíma svefn í nótt 😉

2010-03-18-1

2010-03-18-2

2010-03-18-3

2010-03-18-4

2010-03-18-5

2010-03-18-6

2010-03-18-7

2010-03-18-8

2010-03-18-9