25. November 2016

Síðasta færslan úr afmælisferðinni

Nú er bara komið að heimferðardegi, við hefðum nú alveg verið til í að vera nokkra daga hér í sveitinni því að húsið sem við erum í er í raun út í sveit. Æðislegur staður en pínu langt frá öllu sem við höfum verið að sækja en við höfum látið okkur hafa það. Í gær […]

Meira »

21. November 2016

Síðasta færslan úr Serenade of the Seas

Jæja nú er þessi hluti afmælisferðarinnar á enda, við förum í land í fyrramálið. Við erum búin að pakka og setja töskurnar fram á gang svo að þær séu færðar frá borði og við sótt þær í komusalnum. Tveir síðustu dagar hafa farið í afslappelsi, sólböð, át, hreyfingu og leikhússýningar. Gróa Mjöll hefur verið dugleg […]

Meira »

18. November 2016

Föstudagur í St. Maarten / Martin

Í morgun um kl. 8 héldum við í leikhúsið þar sem að safnast var saman fyrir skoðunarferð dagsins. Við ætluðum að fara í fiðrildabúgarð og fleira. Við ókum í rútu yfir á franska hluta eyjunnar en hún skiptist í franskt og hollenskt yfirráðasvæði. Það var mjög gaman að skoða fiðrildin sem voru alveg frá lirfum […]

Meira »