Jewel of the Seas

Við komumst heilu og höldnu í skipið með allt okkar hafurtask í gær. Eftir að hafa fengið okkur að borða á Windjammer og tekið þátt í skylduæfingunni fórum við í ræktina að hreyfa okkur aðeins. Í dag erum við búin að fara í ræktina og liggja svolítið í sólbaði, sólin skín og ekki ský á lofti og 27° hiti. Við erum að sigla framhjá Kúbu rétt áðan og stefnum hraðbyri til Aruba og verðum þar á fimmtudagsmorguninn Við hendum inn myndum á eftir 😉