Jæja þá erum við komin til Orlando, réttara sagt þá komum við í gær. Við höfum í rauninni slappað af og reynt að ná rauða litnum af húðinni aðeins niður. Í gærkvöldi gengum við út á International Drive og fengum okkur að borða, við fórum á Sizzler og fengum okkur steik, namm…. Það var mjög gott að ganga úti í góða veðrinu, okkur fannst það vera þægilega heitt. Í dag sváfum við bara lengi og ætlum núna að sinna síðustu viðskiptunum og gera eitthvað skemmtilegt Þess má geta að veðrið er æðislegt, fullt af fólki farið að sleikja sólina við sundlaugina en ég held að við sleppum því í dag. Það er 30 stiga hiti og sól…..
Að „sleikja“ sólina er kannski ekki svo ráðlegt þar sem „yfirborð“ hennar, það er ljóshvolfið, er um 5700°C heitt.
Nerd alert!!!!!!!!!!!!!