Helgin liðin

Nú er helgin u.þ.b. að líða og ég sit hér og tala við Þorvald í gegnum Skypið, hann í Lilleström og ég á Miðbrautinni, samt er eins og hann siti hér við hliðina á mér. Eina er að hann er ekki með myndavélina á tölvunni svo ég sé hann ekki þessa stundina 🙁 En hann kemur aftur á fimmtudaginn. Það er 15° hiti núna klukkan 23.30 í Noregi en það var um 20° hiti í dag þegar þeir lentu félagarnir úr Elkó. Ég keyrði þá í Keflavíkina í dag, alltaf jafn gaman að koma í Keflavík… kvöldin þar þau eru engu lík… Í dag var fullt af fólki á rölti í miðbænum, verið að enda ljósanóttina og voða gaman að sjá þetta. Við mæðgur fórum í smá leiðangur í gær, guð hvað maður getur verið þreyttur á að fara í svona leiðangra, Ikea og fleira. Um kvöldið grilluðum við svo læri og allir borðuðu heima, svona fjölskylduboð voða gaman 😉 En núna er ég að spá í hætta þessu og hætta líka að tjatta við Þorvald í Norge. Við erum búin að vera að tala meðan ég pikka þetta inn. God nat 🙂