Nassau

Dvölin hér á skipinu Sovereign of the Seas er búin að vera alveg frábær eins og við mátti búast. Við komum í skipið um kl. 14:30 í gær og eftir að hafa bókað okkur inn, keyptum við okkur inn í sódaklúbbinn á skipinu og fórum svo og fundum herbergið okkar sem er númer 7548. Það var aðeins minna en við áttum von á frá fyrri siglingu en það kemur sko ekki að sök því við erum hér eingöngu til að sofa, fara í sturtu og skipta um föt. Um 16:15 var svo skyldu björgunaræfing, þar sem allir áttu að vera í vestum og mæta á fyrirfram ákveðinn stað og gefa sig fram. Við mættum á svæði 12 og þetta tók u.þ.b. 20 mínútur. Síðan var siglt úr höfn á vit ævintýranna. Kvöldmaturinn var klukkan 6 og við erum á 10 manna borði, með hjónum og þremur mæðgum. Eftir að hafa borðað í gærkvöldi sinntum við smá viðskiptum og fórum svo í koju, þreytt og ánægð. Í morgun var vaknað og hinn frægi Windjammer heimsóttur en það er aðal orkulind skipsins. Við slöppuðum síðan af þar til við komum í höfn í Nassau á hádegi. Við löbbuðum síðan um miðbæinn í 33 hita og miklum raka. Við fórum svo í skipið til að skipta um skó og fá okkur eitthvað að drekka, til að bæta upp vökvatapið. Við áttum síðan stefnumót um 17:30 en þá vorum við sótt af fararstjóra til að fara á Segway. Sú ferð var alveg peningana virði og við erum að spá í hvort við eigum að hætta við að fara í siglingar og kaupa okkur eins og eitt Segway. Slíkur fararskjóti kostar u.þ.b. 6000 dollara, ekki alveg gefið enn alveg frábær ferðamáti. Við eyddum næstum því tveimur tímum í að ferðast um í kringum Charlotte virkið og í Botanical garðinum sem er eingöngu opin fyrir sérstaka hópa og Segway ferðalanga. Við komum heim sveitt og sæl, fórum í sturtu og á Windjammer, því við höfðum misst af formlega kvöldverðinum, æææ 🙁 Nú erum við að leggja síðustu hönd á færsluna, svo að hægt sé að lesa um hvað við erum að upplifa ótrúlega skemmtilega hluti 😉

Björgunaræfing.jpgTobbi.jpg

Segway.jpgTobbi.jpg

Groa og skipið.jpgHandklæðafígúra.jpg