New York

Ferðin milli Miami og New York gekk eins og í sögu. Það tók 2 tíma og 15 mínútur að fljúga og flugum við í Boeing 767-300 heljar ferlíki með 7 sætum í hverri röð. Við sátum í miðjunni aftarlega bara rúmgott og þægilegt. Við yfirgáfum skipið um klukkan 7 og við tók landamæratékk og bið eftir töskunum. Það var svo yellow cap sem flutti okkur á flugvöllinn og þar hófst aftur bið eftir að hafa tékkað inn og borgað fyrir að flytja töskurnar okkar 😉 En hér erum við í New York í algjörum skókassa en með gott baðherbergi. Eftir að Go var búið að keyra okkur og aðra farþega um á Manhattan enduðum við á Portland Square Hotel sem er eiginlega við Times Sqare. Í gær skelltum við okkur svo út í kuldann og kíktum á mannlífið á Times Square og fengum okkur eitthvað í gogginn. Við fórum á Famous Dave´s þar sem allir borða eins og svín og voru skammtarnir eftir því og áttum við erfitt með að klára (sjá myndir). Í dag ætlum við svo að ganga eitthvað um Manhattan og sinna viðskiptum og skoða okkur um í kuldanum, vonandi náum við okkur ekki í kvef því við erum ekki alveg með réttan fatnað 🙂

2010-03-27-1

2010-03-27-2

2010-03-27-6

2010-03-27-3

2010-03-27-4

2010-03-27-5

3 thoughts on “New York

  1. Mér finnst svoldið skrítið að þið séuð að vonast eftir því að fá kvef. Maður hefði haldið að það væri akkúrat öfugt. En flottar myndir, þið eruð greinilega tönuð í drasl 😉

  2. Ok sé að þið eruð búin að breyta þessu, fannst þetta pínu skrítið.

Comments are closed.