Blautur laugardagur

Enn hvað það getur rignt 🙁 maður á bara ekki orð yfir það. Var að horfa með öðru auganu á landsleikinn, eða horfði á fyrri hálfleik og hlustaði eiginlega á seinni hálfleik, var að vafra aðeins á netinu. Góður leikur af því sem ég sá og heyrði, þrælfúlt að vinna hann ekki!!! Það gengur bara betur næst eða í næstu viku á móti „Norður Írum“. Jæja nóg með það, í dag þrifum við híbýlinn áður en við sóttum tengamömmu. Eftir að hafa sótt hana á Grundina fórum við í Liti og föndur, þar sem ég fjárfesti í fatalit og fleiru. Ég ætla að útbúa mér bol með siglingunum okkar en þær verða þrjár þegar að yfir líkur eða kannski fleiri, maður veit aldrei 😉 Eftir að hafa keypt litinn fórum við á Hraunbrautina til mömmu og pabba, fengum kaffi og með því og skiluðum af okkur jólaóróanum sem Þorvaldur keypti fyrir mömmu. Við stoppuðum aðeins, pabbi gaf okkur lifrarkæfu sem hann hafði búið til og við tókum líka restina af kjötinu okkar úr frystinum. Við héldum heim á leið með viðkomu í Nóatúni til að kaupa ýmislegt í matargerð kvöldsins en Þorvaldur gerði gúllas fyrir sig og mömmu sína en við Kristján fengum okkur bara pizzu. Þorvaldur keyrði mömmu sína svo heim rétt fyrir leikinn. Nú eru allir að verða búnir að ná sér eftir leikinn og Þorvaldur situr og skýtur með fjarstýringunni á sjónvarpið, Kristján er eitthvað að dedúa við tölvuna sína og ég sit hér og hamra á lyklaborðið eins og óð manneskja. Er núna bara að hugsa um að lesa smá eða bara góna á sjónvarpið, ekki er hundi út sigandi annars væri gott að ganga smávegis í ferska loftinu…. not 🙂