Orðið fullmannað á Miðbrautinni

Eins og segir í kvæðinu „Ég er hýr og ég er glöð, Þorvaldur er komin heim“ oj en væmið. Þorvaldur er sem sagt kominn heim frá Noregi, við mæðgur fórum undir kvöld í Keflavík að sækja hann. Gaman að sjá hvað flugvöllurinn okkar er orðinn alþjóðlegur, þar sem við stóðum og biðum þá stóðu fullt af fararstjórum og einhverjum með miða (eins og í útlöndum) en þeir voru að sækja farþega. Þeir stóðu í hálfgerðum hnapp og töluðu saman en þegar hurðin út úr tollinum opnaðist fóru hendur á loft. Ferlega gaman að fylgjast með þessu, allir rosalega skilyrtir eitthvað, hei þarna opnast hurðin upp með hendur. Við hefðum átt að standa í hrúgunni með spjald sem stóð á Þorvaldur eða Elkó, hefði verið ógeðslegur húmor en gott að vera vitur eftir á 🙂 Í dag var líka stóri læknadagurinn hjá mér eða þannig. Ég fór í morgun í blóðprufu, til að athuga með járnbúskapinn sem hefur verið í lágmarki síðustu misseri og svo fór ég líka í hjartalínurit. Hef verið að finna fyrir truflun á hjartslætti, spurning hvort konan sé bara stressuð haha… kemst að því í fríinu mínu sem er framundan. Seinni partinn fór ég svo í röntgen með puttann góða sem krambúleraðist í hjólaslysinu í júní. Hann hefur verið eitthvað skrítinn síðan og er ekki alveg að virka eins og hann á að gera. Ég fæ kannski bara þá niðurstöðu að ég sé lélegur sjúklingur, þ.e. að ekkert sé að mér, ég vona það a.m.k. En það var nú gott að það sé orðið fullmannað á Miðbrautinni, maður notar þetta orðatiltæki „fullmannað“ úr vinnunni, því það er nú ekki alltaf fullmannað þar en það er nú önnur saga 😉 Á morgun er svo kominn föstudagur og enn ein helgin, mér finnst í rauninni alltaf vera helgar sem er í sjálfu sér bara gott er það ekki… Um helgina ætlar svo tengdó að koma í heimsókn til okkar, svo við eldum nú örugglega eitthvað gott og borðum öll saman. En núna ætla ég að fara að hætta þessu í bili og þar til næst… ciao

One thought on “Orðið fullmannað á Miðbrautinni

  1. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að upplifa „alþjóðastemmingu“. Ég fór í Krónuna við Fiskislóð um daginn og það er varla fjarri lagi að ætla það að ég hafi verið einn af fáum íslenskumælandi í versluninni. Kannski er það bara landið sjálft sem er orðið alþjóðlegt? 😉

Lokað er á athugasemdir.