Dagur 6 – letilíf á sjó

Við sváfum lengur en vanalega eða til 8:30 og fórum á Windjammer. Eyddum síðan 1 og ½ tíma í ræktinni og lágum í sólbaði og hlustuðum á James Patterson. Rákumst síðar á borðfélaga okkar og sýndum þeim myndir gærdagsins í fartölvunni. Fyrir kvöldmat fórum við í boð hjá skipstjóranum sem haldið var fyrir Crown and Anchor meðlimi. Þar vorum ferðalangar spurðir hve oft þeir hefðu siglt og kom þá í ljós að eitt par frá Flórída var í sinni 97. siglingu frá árinu 1990 eða næstum 5 siglingar á ári og hana nú 😉

2010-03-20-1

2010-03-20-2

6 thoughts on “Dagur 6 – letilíf á sjó

  1. Takk fyrir Edda mín, enda af réttri ætt 🙂
    Hanna, Crown and anchor meðlimur eru þeir sem hafa siglt oft með Royal Caribbean 😉

  2. Crown and anchor… þá „Vildarklúbbur sjófara“

  3. Þið verðið nú fljót að ná þeim 🙂

    Crown and anchor er bara fyrir okkur þessi vönu hehe

  4. Já Sigga bara fyrir vana…. við verðum kannski orðin platinum í ferðinni góðu 😉
    Já Kristján, vildarklúbbur sjófara eða Kórónu og akkeraklúbburinn samkvæmt beinni þýðingu sem er svo fræg hjá þessari ætt hahhaa

Lokað er á athugasemdir.