Sá merkilegi atburður átti sér stað núna í ferðinni að við hjónin urðum 100 ára gömul þ.e. þegar við leggjum saman. Ef það er ekki ástæða til að halda upp á það þá veit ég ekki hvað 😉 Dagurinn hefur verið ánægjulegur þó að Segway áform hafi farið út um þúfur. Við höfðum nefnilega frétt af því að hægt væri að fara á Segway í bæ sem heitir Celebration og er hér á næsta leiti. En eftir að hafa keyrt um hálfan bæinn og spurt innfædda komumst við að því að fyrirtækið hafi lagt upp laupana. Við keyrðum þá bara aftur til Orlando með stoppi í K-vörugarðinum (Kmart) og Valgarði (Walmart). Svo þegar heim var komið drifum við okkur í minigolf. Meðfylgjandi myndir eru úr því en við viljum vara við sumum þeirra, því þær eru bannaðar börnum 🙂 Á morgun tékkum við okkur út af hótelinu og keyrum til Fort Lauderdale en þar gistum við næstu nótt. Við höfum fundið Segway leigu þar sem við ætlum að heimsækja og sjá hvort þeir geti ekki leyft okkur að tæta um pleisið.





