Dagur 3 á Jewel of the Seas

Dagurinn í dag er búin að vera bara góður, ræktin, minigolf, borða, liggja einhvers staðar í skugga og hlusta á James Patterson og borða meira. Það má segja að þetta sé hálfgert letilíf hér á Jewel en svona á það að vera þegar maður er í fríi 😉 Í dag er St. Patricksdagurinn og því var ég í viðeigandi bol írum til heiðurs og vakti athygli, það hafa örugglega allir haldið að ég væri frá Írlandi. Í kvöld var ítalskt kvöld í matsalnum og maturinn því í þeim anda, hann er að vanda alltaf mjög góður og maður borðar á sig gat. Þetta kvöld safnast allt þjónustufólkið saman og syngur fyrir okkur „O sole mio“. Við tókum eftir því að við þekktum fleiri andlit en þjónana okkar, því að þarna var Ted nokkur Valentine sem þjónaði okkur á Freedom um árið. Hann var núna í þessari siglingu og er að bíða eftir því að fara aftur á Freedom svo hann gæti hitt börnin sín aðra hverja viku, því að ´Freedom siglir til Jamaica en hann er þaðan. Það er alveg ótrúlegt hvernig tilviljanir eru, við borðið okkar eru átta manns auk okkar og hafa þrjú þeirra komið til Íslands þar af einn tvisvar sinnum. Við borðið okkar er 83 ára fyrrum atvinnuboxari sem virðist ekki vera eldri en svona 60, við göptum þegar hann sagði okkur hvað hann væri gamall. Jæja nú er bara um að gera að fara að setja inn þessa færslu og myndir, internetið hér um borð er nú ekki til að hrópa húrra fyrir og kostar „arm and a leg“ en okkur finnst þess virði að leyfa ykkur að fylgjast með okkur og halda smá dagbók í leiðinni 🙂

2010-03-17-1

2010-03-17-2

2010-03-17-3

2010-03-17-4

2010-03-17-5

2010-03-17-6

2010-03-17-7

2010-03-17-8

2010-03-17-9

2010-03-17-10

9 thoughts on “Dagur 3 á Jewel of the Seas

  1. Þarna þekki ég pabba…að fá sér ís í ísvélinni 😉 Flottar myndir eins og alltaf.

  2. Við þurfum sko að læra á ísvélina í maí, vorum ekki að fatta hana fyrir tveim árum 🙂

  3. Hann Þorvaldur kann sko á ísvélina og getur haldið námskeið fyrir hvern sem ætlar að sigla með Royal Caribbean hahaha ;o)

  4. auðvitað þekktuð þið fyrrum þjóninn, Þorvaldur the encyclopedia er með í för….hehehe. Ég gerði smá heilaleikfimi rétt í þessu ( svona einu sinni) og ég sver það að ég get ekki fyrir mitt litla líf munað eftir nokkrum þjónaandlitum. Ég fór til dæmis bara á Café Konditori kl. 14 í dag og ég gæti ekki sagt hvor væri stúlkan sem afgreiddi mig ef að það væri val á milli tveggja!

  5. Hvað er gellan í sundbolnum í minigolfinu að spá? Er þetta nýtt trend?

  6. Jú þetta er stytta og Hanna, þessi þjónn var okkar einkaþjónn í heila viku 😉

Lokað er á athugasemdir.