Jæja nú er bara komið að siglingunni frægu 🙂 Við erum að ganga frá síðustu endunum áður en við leggjum í hann út að Port Canaveral. Skrifa síðustu færsluna í góðu tölvusambandi, pakka og svona það sem þarf að gera en við verðum nú aftur hér á mánudaginn. Gærkvöldið var æðislegt, sirkusinn stóð alveg fyrir sínu, ofboðslegur munur að sjá þetta svona life. Þetta eru aldeilis færir listamenn upp til hópa og maður sá að það mætti ekki skeika sekúndu að allt færi í steik, sérstaklega hjá loftfimleikafólkinu. Þarna voru trúðar, loftfimleikar, hjólagaurar og aðrir í stórum hringjum sem þeir snérust um sviðið (þeir voru inn í hringjunum), svo voru litlar stelpur með stór kefli sem þær sneru á bandi með prikum á sinn hvorum endanum. Hópur var með listir á trampólínum ótrúlega skemmtilegt allt saman og svo var líka life tónlist. Áður en við fórum á sýninguna gengum við um Downtown Disney m.a. í ausandi rigningu svo að við fjárfestum í regnhlíf, við klikkum alltaf á því að taka með okkur regnhlíf að heiman. Við getum farið að stunda regnhlífaleigu heima, við eigum orðið svo margar 😉 Jæja nú líður tíminn hratt á gervihnattaöld og mál að fara hætta hér, við setjum inn nokkrar myndir sem við höfum tekið m.a. í gærkvöldi.
Oh ég öfunda ykkur svo mikið, vildi að ég væri með ykkur.
Annars er það að frétta að það var keyrt á mig í morgun þegar ég var að skila heimadæmum í VR-II en sem betur fer (eins og Gummi orðaði það) var ég á mínum bíl en ekki gulu drossíunni. Bíllinn er soldið beyglaður svo ég er dáldið fúl en ég var samt í 100% rétti.
Hæ rosalega gaman að frétta frá ykkur, ég sé þetta allt fyrir mér.
Við Sólbrekkustelpurnar erum að fara í súpupartýið til Jóhönnu, allir biðja að heilsa
Dísa
Hvað á ekkert að leyfa manni að fylgjast með???
Edda þú er svo forvitin, þú getur ekki lifað einn dag án þess að tala við mömmu og pabba!!