Jæja nú erum við kominn á hótelið, sem er í alla staði mjög gott eins og við vissum nú fyrir. Flugið gekk vel,við vorum tæpum klukkutíma fyrr á ferðinni en við höfum verið vanalega. Við lentum kl. 20:30 að staðartíma en þá var klukkan 00:30 heima. Eftir að hafa gefið fingrafaraprufur af báðum vísifingrum og brosað fallega framan í útlendingaeftirlitið, sóttum við töskurnar okkar og bílinn og héldum af stað. Við villtumst aðeins en ekki eins mikið og vanalega og vorum komin á hótelið klukkan 21:30. Eftir að hafa tékkað okkur inn, fengum við okkur hamborgara á Denny´s en við höfum ekki borðað þar síðan við fórum með Þrótti í fótboltaferð til Rockford 1982. Með okkur í ferðinni þá var Ásgeir El, blessuð sé minning hans og Soffía kona hans ásamt fleiri Þrótturum. En s.s. nú erum við búin að koma okkur fyrir, erum södd og sæl og tilbúin að fara að halla okkur. Þess má geta að nú er klukkan 04:00 heima og augun orðin eitthvað skrítin. Þar til næst, good night Iceland 🙂