Las Vegas, here we come

Við lögðum af stað til Las Vegas upp úr klukkan 10 og gekk ferðin mjög vel fyrir utan smá tafir fyrstu kílómetrana á meðan við vorum að komast út úr LA. Við tékkuðum okkur svo inn á glænýtt La Quinta hótel rétt upp úr klukkan16 og hvíldum okkur aðeins og gengum frá þyrlufluginu áður en við fórum niður á Strip til að skoða ljósadýrðina. Á miðjum rúntinum var svo hringt frá Þyrlu liðinu og okkur tjáð að við yrðum að breyta umsömdum tíma, 9:20 í 6:20. Þetta gerði það að verkum að við vorum mætt í morgunmat á laugardeginum þegar opnað var kl 6 og lögð af stað í ógleymanlegt þyrluflug 20 mínútum síðar. Þegar við komum til baka upp úr klukkan 10 þá drifum við okkur út að Hoover stíflunni og vorum komin til baka til Vegas um kl 13 til að skoða Strippið í björtu. Við kíktum svo aðeins í búðir og fengum okkur að borða áður en við lognuðumst út af eftir langan og viðburðarríkan dag.

3 thoughts on “Las Vegas, here we come

  1. Hey er þetta þar sem upphafsatriðið í Goldeneye var tekið?

  2. Flottar myndir. Flugmaðurinn nokkuð hress!

    Já, Edda… ég er ekki frá því að þú hafir rétt fyrir þér.

  3. Já er það ekki stökk hann ekki í teygju eða eitthvað niður með stíflunni. Ég nefndi þetta einmitt við pabba ykkar 😉

Comments are closed.