Sleepless in Seattle

Flugið frá Íslandi var afskaplega ljúft, við vorum með þrjú sæti og gátum dreift úr okkur. Tíminn leið ótrúlega hratt við að horfa á bíómyndir og þætti, valið var með besta móti þessa ferð. Útsýnið var líka ótrúlega fallegt og tókum við nokkrar myndir sem við setjum inn seinna. Nú erum við bara hér í flugstöðinni að bíða eftir flugi til San Francisco, svefnlaus og svolítið í þreyttara laginu eða þannig.