Fréttir frá Orlando

Nú koma smá fréttir af okkur héðan frá Orlando 🙂 Gormunum gekk vel að komast frá hinni ógurlegu immigration krumlu Bandaríkjamanna á mánudagskvöldið. Eftir að hafa verið spurð spurninga m.a. um tilgang ferðarinnar, gefið fingrafarasýnishorn og smælað í myndavélina var farangurinn sóttur og svo komu þau bara út. Flugið hjá þeim tók aðeins styttri tíma en hjá okkur en þau voru hálf þreytt eftir að hafa verið með hávaðasömum golfurum og grenjandi sænskum börnum í rúma 7 tíma. Við sóttum svo bílinn sem Kristján leigði, hvítan Pontiac og keyrðum sem leið lá eftir I-4 til Orlando. Kíktum við inn á hótel og löbbuðum svo yfir götuna til að næra okkur. Í gær var svo farið og við sinntum smá viðskiptum og svo þegar heim var komið fórum við í sundlaugina og heita pottinn. Við eldri helmingurinn höfðum gert það deginum áður með góðum árangri. Í gærkveldi rigndi svo eins og hellt væri úr fötu og eldingar dönsuðu um himininn með tilheyrandi söng 🙁 Í dag er skýjað og vindur alla vega svona við fyrstu athugun. Við þurfum að fara að losa herbergin og fara að huga að ferð niður til St. Pete þar sem við ætlum að eyða næstu 5 dögum vonandi í sól og blíðu. Spáin fyrir næstu daga er hins vegar okkur ekki alveg hliðholl, því að kuldinn úr miðríkjunum er að herja aðeins á Florida þessa dagana en spáð er minni hita en hefur verið. Það er kannski ágætt fyrir okkur kuldakreisturnar frá Íslandi en hitinn á að fara niður í 15°c. Fyrirhugað er að fara í Bush Gardens sennilega á morgun, fimmtudag en það kemur allt í ljós. Heyrumst síðar 😉

3 thoughts on “Fréttir frá Orlando

  1. Á ekki að setja inn myndir af famelíunni?;)
    KV Sigga

  2. Þið verið bara að koma í heimsókn þegar við komum heim, 😉

  3. Hæ öll sömul
    Gaman að sjá myndirnar af ykkur.
    Gaman veður að sjá ykkur aftur brúnar og sælar.
    Allir biðja að heilsa á Furulundi.
    Kveðja Silla

Comments are closed.