Skemmtileg uppgötvun, sérstaklega fyrir pyngjuna

Ótrúlegt hvað maður getur komist að skemmtilegum hlutum með því að vera vafra um internetið. Þannig er að ég er búin að liggja í rúminu í dag með einhverja veiki, flensu eða eitthvað annað veit ekki 🙁 Er búin að vera kvefuð í á þriðju viku, fór til læknis á föstudag í síðustu viku og fékk pensillín sem ég átti að taka eftir helgi ef ég yrði ekki betri. Á sunnudaginn gafst ég upp og leysti út lyfið og byrjaði að taka það. Síðan þá hef ég hóstað eins og berserkur nótt og nýtan dag og eru lungun farin að vera ansi aum. Svo núna undir kvöldið var mín bara komin með meiri hita, verð að losna við þetta fyrir ferðina sem hefst á þriðjudags eftirmiðdag, spurning um að hringja í Guðmund lækni humm… En hvað með það, var búin að liggja í allan dag og dorma, lesa smávegis og reyna að góna á imbann en fór að kíkja í tölvuna í leit af einhverju skemmtilegu. Og það sem mér finnst skemmtilegast að skoða eru auðvitað skemmtisiglingar 😉 Þar sem ég er að skoða einhverjar skoðanaferðir sem við getum farið í í ferðinni, dettur mér í hug að tékka á verðum á ferð eins og við erum að fara í. Og viti menn þá komst ég að því mér til mikillar gleði, að siglingin okkar sem við förum í 17. febrúar er núna á $4598 herbergið með öllu en við greiddum um $2300 og það var einungis eitt herbergi í boði á okkar hæð. Ég komst því að því að það borgar sig að skipuleggja svona ferðir snemma en ekki bíða fram á síðasta dag 🙂 Ef einhverjir eru áhugasamir um siglingar er hægt að hafa samband við ferðaskrifstofu Gróu sem er að verða sérfræðingur í þessu eftir allt bröltið á okkur eða þannig 😉