Smá fréttir

Nú er þriðji dagurinn að hefjast hér á St. Pete ströndinni Í gær var pínulítið kalt að mati þeirra sem hér búa en það var 15°c, því að þeir gengu hér fyrir neðan á göngustígnum með húfur og vettlinga 🙁 Á meðan við hálfvitarnir frá Íslandi vorum hálf ber í sundlauginni og á ströndinni við aðhorfa á útsýnið og spila fótbolta. Við fórum fyrri partinn í gær að klára viðskiptin að mestu sökum þess að það var svo “kalt” því að það á að vera hlýtt um helgina og þá ætlum við að liggja í sólinni og hafa það notalegt. Í dag er ætlunin að fara í Busch Gardens sem er skemmti-dýragarður í nágrenni við Tampa. Ég ætlaði að setja inn myndir í gærkveldi en var eitthvað þreytt og fór bara að góna á sjónvarp en vonandi gengur það betur í kvöld og að það verði nýjar ferskar myndir hér á morgun 😉