St. Pete Beach

Nú erum við komin niður á strönd og veðrið er í kaldara lagi þessa stundina 🙁 Ferðin hingað gekk vel, við krúsuðum eftir I-4 niður að 275 við Tampa og svo niður til St. Pete. Við erum með tvær geðveikar íbúðir með öllu, já alls kyns tækjum til að auðvelda okkur dvölina og svo er útsýni af svölunum yfir Mexikóflóann, sem spillir að sjálfsögðu ekki fyrir. Við fórum og tékkuðum á Publix matvörubúð staðarins og keyptum hitt og þetta til að troða í andlitið á okkur og svo einhvern vökva til að skola því niður 😉 Við höfum ekki ennþá fundið líkamsræktaraðstöðuna sem auglýst er á netinu en við höfum fundið borðtennisborðið og svo er ströndin í öllu sínu veldi hér rétt fyrir neðan. Við munum eyða hérna næstu fimm dögum og ef ég þekki okkur rétt munum við ekki láta okkur leiðast. Það koma vonandi skemmtilegar sögur hér á síðuna innan skamms og kannski bara myndir, hver veit… Okkur er ekkert að vanbúnaði því við erum með gott internetsamband og allt svo einstaklega auðvelt svona gervihnattaöld 🙂

3 ummæli

 1. Kristján

  „Það er borðtennisborð…“

  …sem má muna fífil sinn fegurri. 🙂

 2. Minna-Mosfell

  Halló, við kíkjum alltaf annað slagið inn á síðuna, gaman að fylgjast með ferðum ykkar.
  Var að tala við tengdó og leyfa henni að fylgjast með ykkur. Hún er nokkuð hress, er búin að vera með eitthvað yfir höfðinu síðan um helgina, en er betri núna. Hún sendir ykkur bestu kveðjur og það gerum við líka hér á Minna.
  Guðrún

 3. Sigga

  Mikið er gaman að lesa um þessa skemmtilegu ferðalýsingu hjá þér Gróa mín. Þetta er auðsjánlega draumaferð.

  Kveðja
  Sigga