Kristján 25 ára í dag

Um það bil á þessum tíma fyrir 25 árum en klukkan er nú 00:47, vorum við hjónin að fara að sofa (ég hafði dottað í um 30 mínútur) þegar ég spratt upp úr rúminu og spurði Þorvald hvað hefði verið að gerast. Hann rauk út í glugga og vissi ekkert hvað ég væri að meina en ég hafði misst vatnið og þegar ég hafði áttað mig á því að ég stóð upprétt henti ég mér aftur upp í rúm. Ég mundi jú eftir því að þegar konur misstu legvatnið þá máttu þær ekki standa uppréttar, hvað maður gat nú verið barnalegur aðeins 19 ára gömul 🙁 Jæja en við fórum fljótlega upp á fæðingardeild og þar fæddist frumburðurinn einhverjum 13 tímum seinna, yndislega fallegur glókollur, sem heillaði alla með hvíta hárinu sinu. Enn s.s. hann Kristján minn er 25 ára í dag en hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær eða þannig. Hann verður að fá afmælissöng í tilefni dagsins, svo hér kemur hann: „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kristján, hann á afmæli í dag“ 😉