Little town of Stuart

Við rötuðum á fornar slóðir í leit að hóteli í gærkveldi. Við höfðum gist í þessum bæ og á þessu hóteli þegar við vorum á ferðinni 2006, ég veit ekki hvort hægt sé að kalla bæinn “little” en mér fannst þetta eitthvað svo flottur haus 🙂 Hvað með það við gistum hér í nótt og í gærkveldi fórum við á “Perkins” að fá okkur að borða og auðvitað borðuðum við næstum yfir okkur. Við höfðum hringt heim í gærkveldi og heyrt í spenntum ferðalöngum og svo aftur í morgun. Eftir morgunmat og svoleiðis höldum við ferðinni áfram meðfram ströndinni og upp til Canaveral og þaðan beint yfir til Orlando. Þar tékkuð við okkur inn á hótelið okkar þar sem við eyðum næstu tveimur dögum í eitthvað skemmtilegt. Gormarnir koma svo í kvöld með flugi og ætlum við að taka á móti þeim. Kristján ætlar að leigja bíl svo að það verði nóg pláss fyrir alla. Vel á minnst við fengum annan eins eðalkagga, Dodge Grand Caravan nema bara bláan í þetta skipti. Jæja nú er ég að hugsa um að hafa mig á stað í morgunmatinn hér á Best Western í Stuart, svo þar til næst…. heyrumst 😉