Í enda janúar

Jæja nú er janúar bara að verða búin og febrúar á næsta leiti. Þessi mánuður er búin að vera fljótur að líða að mínu mati en það er kannski bara vegna þess að ég hef haft svo mikið að gera. Við mæðgur erum búnar að vera geðveikt duglegar í ræktinni, mætum alla vega fimm sinnum í viku í átakið, salsa og ýmis konar aðra dansa, ótrúlega skemmtilegt bara 😉 Maður verður nú að líta vel út í Florida eftir tvær vikur. Það styttist alveg rosalega í ferðina góðu. Allt að smella saman, búið að panta bílaleigubíla og svona, þá á í raun bara eftir að pakka… Við höfum reyndar ekki fengið farseðlana yfir siglinguna en það kemur ekki að sök, núna tékkar maður sig bara inn á netinu góða 🙂 En nóg um utanlandsferðir, það styttist óðum í skemmtilegasta dag á árinu eða það finnst mér alla vega en það er öskudagur, öskudagur á leikskóla hvað er skemmtilegra? Þá fer maður í skrítna búninga og lætur eins og fífl í vinnunni eða þannig, í ár ætla ég að vera einhver svona prinsessa úr sjóræningjamyndinni „Pirates of the Caribbean“ en ekki hvað, bara skemmtilegt 🙂 En fyrst kemur nú bolludagurinn þó að við hrinjum nú ekki í bolluát á þessu heimili þetta árið 🙁 En ég er að hugsa um að hætta þessu pári núna og ætla að leggjast fyrir framan imbann og góna á eitthvað fyrir svefninn, eins og t.d. CSI Miami. Þar til næst…

Smá fréttir

Það hefur verið smá leti í gangi í blogginu, ég hef verið að nota tímann í annað eða átakið sem við mæðgur erum í World Class. Í dag fór ég í alveg ótrúlega skemmtilegan salsa tíma, brennsla og mjaðmadillur ótrúlega gaman. Við erum alveg að koma til í þessu og rosalega áhugasamar þó ég segi sjálf frá, smá mont 😉 En annars tæpar þrjár vikur í sólina og sumarið í Florida og Karíbahafið, er það ekki bara yndislegt til þess að hugsa. Nú þarf maður bráðum að fara að hugsa um hvað maður þarf að taka með sér eða ekki taka með sér. Ég er einhvern veginn þeirri áráttu haldin að taka allt of mikið með mér, þá meina ég allt of mikið 🙁 Hef hugsað mér að skoða gamlar myndir eða frá því í siglingunni í fyrra og sjá hvað maður var virkilega að nota, er það ekki bara góð hugmynd? Annars gengur lífið sinn vanagang hér á Miðbrautinni. Þorvaldur greindist með sykursýki fyrir tveimur vikum og var sagt að taka til í matarræðinu og hefur hann aldeilis gert það og er búin að koma sér upp nýjum lífstíl, rosalega duglegur að mínu mati. Það hentar mér ágætlega því að ég þarf líka að passa sykurinn í mínu fæði og svo er það auðvitað átakið 🙂 Edda fór í endajaxlatöku fyrir rúmri viku og gekk það bara vel, þetta var þó meiri aðgerð en tannlæknirinn gerði ráð fyrir svo hún var heldur lengur að ná sér. Smá kvefpest hefur verið að hrjá okkur svona eins og gengur og gerist. Kristján vinnur á fullu í Orkuveitunni og ræktar líkamann þess á milli. Á morgun förum við mæðgur ásamt nokkrum vinnufélögum á ráðstefnu hjá Talþjálfun Reykjavíkur og hlakka ég mikið til að fara. Það er alltaf gaman að fræðast um málþroska barna, hvað er hægt að gera til að örva hann og fá að vita um ýmiss vandamál sem geta orðið. Jæja nú er best að hætta þessu í þetta sinn, ég ætla hvorki að minnast á landsliðið né borgarpólitíkina en ég gæti auðveldlega sagt nokkur orð um þetta 😉

Við förum í fríið

Ég uppgötvaði mér til mikillar gleði að það er bara 4 vikurí dag í afmælisferðina hans pabba. Er þetta ekki skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst svo stutt síðan að við vorum að panta siglinguna og svona og svo er bara að koma að þessu. Ég veit fyrir víst að þau gömlu á Hraunbrautinni hlakka mikið til og svei mér þá ef þau eru ekki farinn að telja niður klukkustundirnar eða ég segi svona 😉 En frá öllum ferðahugleiðingum, mikið ofboðslega var gaman hjá henni Ólu Heiðu í Vestmannaeyjum um helgina. Allir í veislunni klæddir í anda Grease og flestir sem tóku þetta mjög alvarlega og voru mjög flott klæddir. Við hjónin tókum okkur vel út að vanda, ég í bleiku… og Þorvaldur með svörtu hárkolluna og í gamla háskólajakkanum mínum. Verð að setja myndir inn fljótlega 🙂 En annars er allt svona nokkurn veginn í góðu á Miðbrautinni, lífið gengur sinn vanagang. Vinna, líkamsræktin, gengur vel í átakinu, það er búið að vera rosalega gaman hingað til, maður hlakkar til að fara í tímana sem er bara mjög jákvætt. Svo eigum við að setja okkur markmið, hverju ætlum við að hafa áorkað með námskeiðinu, alltaf pínu lítið snúnara en ég sest niður núna eitthvert kvöldið og hripa þau niður. En núna er ég að hugsa um að kíkja pínu á imbann og fara svo í háttinn. Bless að sinni 😉