Við áttum bara um 40 mínútna akstur frá Clarksville til Nashville og við nutum þess að keyra leiðina í sól og hita 😉 Dagurinn lofaði góðu sólarlega séð og hefur verið heitasti dagurinn til þessa í ferðinni. Við settum stefnuna á Grand Ole Opry og vorum komin þangað um kl. 11. Við keyptum okkur inn á skoðunarferð baksviðs sem tók klukkutíma og var vel þess virði. Við fengum að sjá hvar stjörnurnar koma inn, búningsklefana, baksviðs og svo studíó þar sem m.a. annars þátturinn Nashville er tekin. Við enduðum svo á sjálfu sviðinu í hringnum þar sem söngvararnir standa og syngja þegar þeir eru með sýningarnar sínar. Við hittum nú engan frægan í eigin persónu en það var mjög gaman að sjá myndirnar og heyra sögurnar af sögu Grand Ole Opry 🙂 Eftir að hafa skoðað svæðið vel héldum við á bílastæðið og sáum að þrír hvítir bílar með Flórídanúmer voru lagðir hlið við hlið og einn var okkar….. fyndið. Við héldum áfram ferðinni niður í miðbæ til að kíkja á hina einu sönnu Music City. Við lögðum við Bridgestone Arena en það er stærsta tónleikahöll á svæðinu. Við gengum svo niður í bæ og niður að ánni þar sem við tókum hop on hop off bus og fórum í hring um borgina og sáum það markverðasta. Eftir að hafa farið hringinn fórum við og fengum okkur í svanginn en héldum svo af stað í átt að Atlanta. Við lentum þó í hrikalegri umferða teppu á leið okkar út úr Nashville því við vorum á versta tíma á ferðinni. En allt hafðist þetta nú og erum við hér komin til Kimball þar sem við gistum á Comfort Inn eða ÞægindInn eins og við höfum þýtt það 😉
Skemmtilegt að fylgjast með ykkur og mikið er ég fegin að þið hafið fengið að sjá sólina aðeins 🙂
Jimundur minn hvað ég hefði verið til í þessa ferð 🙂 Algjör snilld þessi Petal Tavern. Það birtast ekki síðustu myndirnar 🙁
Ég veit þarf að fá eitthvern (Kristján) til að kippa þeim út þessar uploaduðust ekki 😝 Þú veist að það er bara drukkinn björ á petal tavern 😘
Já Helena pínu gott að fá sólina 🌞
Myndir komnar út! 🙂
Gerði mér nú grein fyrir því en finnst þetta samt svo sniðugt. Vinnur þér inn bjórinn 😄