Orlando til Panama City til New Orleans

Hér kemur færsla tveggja daga fyrir þá sem bíða frétta 😉 Við lögðum af stað frá Rauða Ljóninu í Kissimmee upp úr kl. 10 í gær og keyrðum eftir Florida Turnpike líka kallað Ronald Reagan Turnpike þar til við beygðum inn á I-75 rétt fyrir neðan Ocala. Við keyrðum sem leið lá fram hjá m.a. Ocala, Gainesville upp á I-10 en við höfum líka keyrt eftir I-10 í dag. Við stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni til að fá okkur í svanginn, kaupa okkur vatn og nasl, fylla á tankinn og nota aðstöður víðs vegar 🙂 Etir að hafa keyrt gegnum Tallahassee tókum við svo sveitaveg í átt að Panama City. Við höfðum nú stundum á tilfinningunni að vera in the midle of nowhere svo fáir voru oft á ferli. Við komum svo til Guðrúnar Huldu og fjölskyldu um kl. 16 og var okkur fagnað vel við komuna. Við töluðum helling og kíktum á húsið þeirra og heilsuðum upp á Sophie hund sem var orðin svo góð vinkona okkar strax frá byrjun. Við fórum svo út að fá okkur í svanginn og þegar heim var komið var haldið áfram að kjafta meira. Það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns um miðnætti 🙂

Við vöknuðum snemma fengum okkur hressingu, kjöftuðum smá meira við heimilismenn en héldum svo sem leið lá meðfram ströndinni nánast upp til Pensacola. Síðan fórum við eftir þessum fræga I-10 sem við höfðum farið eftir daginn áður. Þegar við komum svo inn í Alabama byrjaði að rigna og þvílík rigning við höfum aldrei upplifað annað eins. Við urðum að stoppa og drifum okkur inn í Best Buy í Spanish Fort rétt við Mobile til að sitja af okkur mesta veðrið. Eftir að hafa staldrað við héldum við svo áfram í gegnum Mobile þar sem við sáum u.s.s Alabama sem er herskip sem ligggur við höfnina. Keyrðum við svo áfram í gegnum Alabama með pissustoppi og til að fylla á tankinn 😉 Næst var það svo Mississippi til New Orleans en við komum þar um kl. 16. Fundum við hótelið okkar fljótlega, La Quinta Inn við Causeway og hentum inn farangri og skypuðum aðeins heim. Næst var keyrt til Bourbon Street og aðeins tékkað á mannlífinu þar en við enduðum á því að keyra yfir 24 mílna brú sem liggur frá New Orleans til Mandeville yfir Pontchartrain vatn. Þegar við keyrðum til baka var sólin að setjast, hætt að rigna og veðrið bara nokkuð fallegt. Nú er svo bara að hvíla sig og safna kröftum fyrir daginn á morgun þegar við förum í 3 tíma Segway ferð um downtown New Orleans 🙂

Myndir dagsins eru frá Orlando, mynd af mér og mæðgunum í Ventura frá Panama City New Orleans og fleiru <3