Jackson til Memphis til Perryville ;)

Jæja fleiri sögur af fylkjaflökkurunum 🙂 Við yfirgáfum Quality Inn í Jackson um kl. 9 fengum okkur í svanginn og lögðum í hann. Við keyrðum eftir I-55 upp til Memphis og vorum mætt fyrir utan Graceland um hádegi. Við kíktum aðeins á umhverfið en fórum ekki inn í húsið sjálft heldur virtum það fyrir okkur aðeins úr fjarlægð. Eftir það keyrðum við að Bass Pro Shop pýramítanum, fórum inn og með lyftu upp á topp. Þar virtum við fyrir okkur útsýnið og tókum nokkrar myndir áður en við fórum niður aftur. Við sinntum líka smá viðskiptum eins og við erum vön 😉 Við keyrðum síðan um miðbæinn og kíktum á hann sáum m.a. Peabody hótelið sem er frægt fyrir endurnar sínar og Lorraine mótelið þar sem Martin Lúter King var myrtur forðum. Að þessu loknu var garmurinn stilltur á St. Louis og keyrt af stað. Eftir klukkutíma akstur eða svo var ökumaðurinn tekinn í landhelgi, blá blikkljós og alles. Það hlaut að koma að þessu kannski en hann slapp með aðvörun enda ekki á miklum hraða miðað við umferðina sem við höfðum fylgt. En svona er þetta og við reynslunni ríkari og höfum hitt state trooper frá Arkansas 🙂 Eftir var keyrt aðeins hægar og alla leið til Perryville þar sem við fengum inni í Comfort Inn. Við erum búin að kíkja í Walmart og borða á lélegasta kínastað norðan alpafjalla 😉

Frá því að við yfirgáfum Flórída höfum við farið í gegnum Alabama, Louisiana, Mississippi, Tennessee, Arkansas og Missouri. Við eigum svo eftir að fara í gegnum Kentucky, Tennessee og Georgia á leiðinni aftur til Florida 😉