Frá Perryville til St. Louis til Clarksville

Eftir morgunmat og frágang á farangri héldum við af stað til St. Louis. Við keyrðum sem leið lá alla leið til St. Louis og inn að Gateway Arch. Við fundum bílahús fljótlega og gengum niður að Mississippi að boganum fræga en sáum fljótlega að það var verið að grafa upp og lagfæra umhvefið. Við höfðum ætlað að fara upp í bogann og virða fyrir okkur útsýnið þaðan en nei allt var lokað vegna viðgerða….. leiðinlegt fyrir okkur. Í stað þess að fara upp skoðuðum við umhverfið og tókum myndir en gengum síðan upp að gamla dómshúsinu. Við fórum inn og skoðuðum húsið sem er mjög fallegt og einnig horfðum við á heimildarmynd um gerð bogans sem var reistur á árunum 1963-65. Þetta hefur verið ótrúlegt afrek og menn unnu þarna í ótrúlegri hæð án alls öryggisbúnaðar. Það kom fram að engin hafi látið lífið við bygginguna og nánast allt gengið að óskum. Ótrúlegt að sjá hvernig armarnir byggðust upp jafnt sinn hvorum megin og voru svo sameinaðir í miðjunni…… sannkallað listaverk og byggingarundur 😉 Við gengum um nágrennið og ákváðum svo að fara hringferð með trolley rútu sem að tók um klukkutíma. Við sáum hvernig borgin er og við undruðumst hversu lítil umferð er á svæðinu. Við keyrðum svo frá St. Louis nokkuð sátt en frekar óánægð með að komast ekki upp í bogann en það býður bara betri tíma 🙂 Nú tók við akstur í átt að Nashville þar sem við ætlum okkur að vera á morgun. Við keyrðum yfir til Illinois áfram í gegnum Illinois til Kentucky en fengum okkur ekki Kentucky hahaha og erum nú í Clarksville Tennessee þar sem við eyðum nóttinni á Quality Inn 😉

   
    
    
    
   

5 thoughts on “Frá Perryville til St. Louis til Clarksville

  1. Ég vona nú að þið farið að fá betra veður! 🙂

  2. Fáum við svo ekki myndir af herbergi á “GæðInn”?

    Þið hafið eflaust grætt meira á því að komast ekki í bogann og horfa á heimildarmynd en hitt. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekkert um þetta mannvirki en útaf ykkar óláni veit ég nú helling. Það er sem sé rétt “eins manns dauði er annars manns brauð”. 🙂

  3. Við þurfum bara að setja inn sérstaka færslu með myndum af hótelherbergjum. Herbergið á GæðInn í gær var ósköp venjulegt amerískt hótelherbergi en morgunmaturinn var to die for 😉 Öll þessi hótelherbergi sem við höfum verið á eru nánast eins nema kannski baðherbergið, þau eru misjöfn. Svo eru sængur í ÞægindInn (Comfort Inn). Við vorum reyndar í fatlaðra herbergi í GæðInn gærkvöldsins og baðkarið þar var með einum of mikið af handföngum fyrir mína parta 😘

  4. Hef ég nú bæði verið á ÞægindInn og FríInn og verið mjög ánægð, var hins vegar ekki jafn sátt með RauttÞakInn…bwaaaahhhh 🙂

Comments are closed.