Jæja þá erum við komin til Orlando og inn á Red Lion hótelið við Irlo Bronson. Flugið gekk mjög vel fyrir manninn með nýja hnéið og konuna með slæmu mjöðmina. Rúmlega 7 tímar sem notaðir voru til að sofa, horfa á myndir og þætti og hlusta á sögu. Eftir að hafa eytt ótrúlega litlum tíma í að fara í gegnum immigration, þar sem sami maðurinn afgreiddi mig í nóvember en tilviljanirnar eru oft svo skemmtilegar, fórum við að ná í farangurinn. Eitthvað gekk það nú seint fyrir sig og vorum við farin að halda að töskurnar hefðu nú bara verið skildar eftir en þar sem að margir biðu eftir töskum vorum við ekki farin að örvænta 😉 Síðan var bara farið beint í að sækja bíl hjá Alamo en við fengum hvítan Ford Escape, skrítið hvað við erum alltaf á hvítum bílum hér í USA 🙂 Keyrðum við sem leið lá eftir 528 inn á I4 út að 192 w Irlo Bronson og inn á hótel. Klukkan var þá orðin ansi margt að hérlendum tíma og fengum við okkur að borða eftir að hafa tékkað okkur inn á hótelið. Núna erum við bara að horfa á imbann og liggja á netinu áður en við höllum okkur eftir langan dag. Nokkrar myndir fylgja að sjálfsögðu, myndir af farartækjunum okkar þennan daginn 😉