Las Vegas – Glenwood Springs

Jæja nú fer að styttast í heimferð eftir mjög skemmtilega og ekki síst eftirminnilega ferð. Næst síðasti og lengsti hluti keyrslunnar var í dag. Við lögðum af stað frá Vegas upp úr klukkan 8 og héldum eftir hraðbraut 15 í áttina að Salt Lake City en við beygðum af þeirri hraðbraut út á 70 þar sem hún byrjaði. Hana keyrum við svo alla leið til Denver. Í dag fórum við gegn Nevada, Arizona, Utah og enduðum í Colorado nánar tiltekið í Glenwood Springs. Leiðin var mjög sérstök allt frá hrikalegum og flottum fjöllum og fjallgörðum í að vera sléttur með ekki neinu nema beinum og breiðum vegum. Á eftir koma myndir sem teknar voru á leiðinni. Á morgun er svo heimferðardagur og eigum við eftir að keyra um það bil 2 tíma um fjöll og kannski snjó til Denver 😉

20131020-221538.jpg

20131020-221605.jpg

20131020-221628.jpg

20131020-221659.jpg

20131020-221721.jpg

20131020-221745.jpg

20131020-221818.jpg

20131020-221851.jpg

20131020-221919.jpg

20131020-221951.jpg

20131020-222020.jpg

20131020-222053.jpg

20131020-223122.jpg

20131020-223159.jpg

Las Vegas

Við vöknuðum í seinna lagi og drifum okkur í morgunmat en það var svo mikið af fólki að við fórum upp á herbergi og borðuðum hann þar. Eftir að hafa raðað í okkur fórum við og skoðuðum Vegas og styrktum smá efnahag Bandaríkjanna og ekki veitir af miðað við það sem maður heyrir 😉 Eftir að hafa skipt um föt fórum við og heilsuðum upp á stóru kókflöskuna en þar er einn af okkar uppáhalds steikhúsi staðsettur eða Outback. Eftir góða og matar miklamáltíð gengum við svo ásamt biljón öðrum um Strippið og glöddumst yfir öllum kynlegu kvistunum. Það voru frekar þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefn eftir langan dag og ekki verður hann styttri á morgun 🙂

20131020-215814.jpg

20131020-215837.jpg

20131020-215858.jpg

20131020-215946.jpg

20131020-220013.jpg

20131020-220039.jpg

20131020-220105.jpg

20131020-220143.jpg

20131020-220250.jpg

20131020-222231.jpg

20131020-222256.jpg

San Diego – Las Vegas

Við lögðum ekki af stað frá hótelinu fyrr en rúmlega 10 og komum við hjá Fíu til að skila af okkur geisladisk sem við fengum að láni. Við héldu þaðan niður að strönd og meðfram strandlengjunni að verslunarmiðstöð sem ég ætlaði aðeins að kíkja í. Eftir að hafa stundað smá viðskipti við heimamenn héldum við áfram upp með strödinni eins langt og hægt var áður en við héldum eftir hraðbrautinni til Las Vegas. Víð keyrðum svo í rúma 4 tíma eftir hraðbrautum áður en dýrðin blasti við okkur og þá var klukkan að verða 20. Við fundum svo Travelodge hótelið okkar sem er á miðju Strippinu og í aðal fjörinu. Við komum okkur fyrir og héldum út að ganga aðeins um Strippið og skoða mannlífið. Það er alveg haf af alls kyns fólki, misjafnlega á sig komið og fullt af kynlegum kvistum eins og gengur og gerist. Hér á hótleinu er hins vegar ágætis internet sem við munum nota upp til agna 🙂 Hér á eftir koma myndir sem við tókum á leiðinni og hér í kvöld og mikið var tunglið fallegt sannkallað veiðimannatungl eins og nefnt var hér í fréttum. Við vitum ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér en við ætlum sannarlega að njóta lífsins hér í Las Vegas 😉

20131019-000445.jpg

20131019-000511.jpg

20131019-000536.jpg

20131019-000603.jpg

20131019-000640.jpg

20131019-000726.jpg

20131019-000836.jpg

20131019-000916.jpg

20131019-001002.jpg

20131019-001031.jpg