San Diego – Las Vegas

Við lögðum ekki af stað frá hótelinu fyrr en rúmlega 10 og komum við hjá Fíu til að skila af okkur geisladisk sem við fengum að láni. Við héldu þaðan niður að strönd og meðfram strandlengjunni að verslunarmiðstöð sem ég ætlaði aðeins að kíkja í. Eftir að hafa stundað smá viðskipti við heimamenn héldum við áfram upp með strödinni eins langt og hægt var áður en við héldum eftir hraðbrautinni til Las Vegas. Víð keyrðum svo í rúma 4 tíma eftir hraðbrautum áður en dýrðin blasti við okkur og þá var klukkan að verða 20. Við fundum svo Travelodge hótelið okkar sem er á miðju Strippinu og í aðal fjörinu. Við komum okkur fyrir og héldum út að ganga aðeins um Strippið og skoða mannlífið. Það er alveg haf af alls kyns fólki, misjafnlega á sig komið og fullt af kynlegum kvistum eins og gengur og gerist. Hér á hótleinu er hins vegar ágætis internet sem við munum nota upp til agna 🙂 Hér á eftir koma myndir sem við tókum á leiðinni og hér í kvöld og mikið var tunglið fallegt sannkallað veiðimannatungl eins og nefnt var hér í fréttum. Við vitum ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér en við ætlum sannarlega að njóta lífsins hér í Las Vegas 😉

20131019-000445.jpg

20131019-000511.jpg

20131019-000536.jpg

20131019-000603.jpg

20131019-000640.jpg

20131019-000726.jpg

20131019-000836.jpg

20131019-000916.jpg

20131019-001002.jpg

20131019-001031.jpg

8 thoughts on “San Diego – Las Vegas

  1. Æ það ætti að vera bannað að setja inn svona myndir, er að deyja úr öfundsýki!

  2. Bíddu bíddu er Ross dress for less þarna, hvað ertu búin að fjárfesta í mörgum þetta skiptið?

  3. Ég er ekki búin fara í þessa, er ekki búin að kaupa kjól en ég kíki kannski þangað í kvöld 😉

  4. Sammála Eddu, smá öfundsýki! Væri alveg til í að gramsa í Ross og finna 5 kjóla til að setja inn í skáp 🙂

Comments are closed.