Las Vegas – Glenwood Springs

Jæja nú fer að styttast í heimferð eftir mjög skemmtilega og ekki síst eftirminnilega ferð. Næst síðasti og lengsti hluti keyrslunnar var í dag. Við lögðum af stað frá Vegas upp úr klukkan 8 og héldum eftir hraðbraut 15 í áttina að Salt Lake City en við beygðum af þeirri hraðbraut út á 70 þar sem hún byrjaði. Hana keyrum við svo alla leið til Denver. Í dag fórum við gegn Nevada, Arizona, Utah og enduðum í Colorado nánar tiltekið í Glenwood Springs. Leiðin var mjög sérstök allt frá hrikalegum og flottum fjöllum og fjallgörðum í að vera sléttur með ekki neinu nema beinum og breiðum vegum. Á eftir koma myndir sem teknar voru á leiðinni. Á morgun er svo heimferðardagur og eigum við eftir að keyra um það bil 2 tíma um fjöll og kannski snjó til Denver 😉

20131020-221538.jpg

20131020-221605.jpg

20131020-221628.jpg

20131020-221659.jpg

20131020-221721.jpg

20131020-221745.jpg

20131020-221818.jpg

20131020-221851.jpg

20131020-221919.jpg

20131020-221951.jpg

20131020-222020.jpg

20131020-222053.jpg

20131020-223122.jpg

20131020-223159.jpg

5 ummæli

 1. Helena Sif

  Það er bara verið að keyra langt yfir hámarkshraða Tobbi! Ekki voru þetta börnin…

 2. Tobbi

  Fékk bara smá krampa í bensínfótinn eftir langa keyrslu, sorry!
  Notaði auðvitað cruise control megnið af akstrinum en samt smá afsökun fyrir glannaskapnum 🙂
  Förum rólega það sem eftir er enda frost og hálka til Denver.

 3. Steina

  Það hefur verið gaman að fá að fylgjast með þessu ferðalagi ykkar <3 sjáumst hress heima <3

 4. Steina

  <3 á að vera hjarta en það gerist ekki haha

 5. Kristján

  Flottar myndir!