Las Vegas

Við vöknuðum í seinna lagi og drifum okkur í morgunmat en það var svo mikið af fólki að við fórum upp á herbergi og borðuðum hann þar. Eftir að hafa raðað í okkur fórum við og skoðuðum Vegas og styrktum smá efnahag Bandaríkjanna og ekki veitir af miðað við það sem maður heyrir 😉 Eftir að hafa skipt um föt fórum við og heilsuðum upp á stóru kókflöskuna en þar er einn af okkar uppáhalds steikhúsi staðsettur eða Outback. Eftir góða og matar miklamáltíð gengum við svo ásamt biljón öðrum um Strippið og glöddumst yfir öllum kynlegu kvistunum. Það voru frekar þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefn eftir langan dag og ekki verður hann styttri á morgun 🙂

20131020-215814.jpg

20131020-215837.jpg

20131020-215858.jpg

20131020-215946.jpg

20131020-220013.jpg

20131020-220039.jpg

20131020-220105.jpg

20131020-220143.jpg

20131020-220250.jpg

20131020-222231.jpg

20131020-222256.jpg

1 ummæli

  1. Helena Sif

    Nau, mikið rosalega er kallinn fínn í tauinu. Bara skellt sér í skirtu og allt fyrir strippið!

    Og vá hvað ég væri til í að fara með ykkur á Outback 🙂