Los Angeles

Leiðin frá Ragged Point til LA var stórkostleg, útsýnið fagurt og veðrið eftir því. Við vorum komin á hótelið okkar í Hollywood um kl. 18, rétt áður en myrkrið skall á. Herbergið var ágætt engin íburður, frekar gamalt en hreint og rosalega vel staðsett. Eftir að hafa fengið morgunmat á hótelinu, sem var með þeim betri, gengum við niður Hollywood Bouleward í átt að þeim stað þar sem skoðunarferðirnar hefja sína ferðir. Við gengum meiri hluta leiðarinnar eftir Walk of Fame og kíktum á stjörnur stjarnanna á gangstéttinni á leiðinni. Við komum að Kodak og Chinese Theater og hoppuðum upp í fyrri rútuferð dagsins, sem var um Hollywood og Beverly Hills. Ekki sáum við nú marga fræga á leiðinni en túrinn var góður og margt að sjá. Þegar þessari ferð lauk hoppuðum við upp í rútu sem flutti okkur í miðbæ LA þar sem einnig var margt að sjá. Gengum við svo aftur heim eftir langan dag. Morguninn eftir tókum við svo neðanjarðarlestina að Kodak Theater og tókum rútuna til að ná annarri rútu sem flutti okkur að Santa Monica Pier þar sem við eyddum næstu þremur tímum. Fyrst var smá þoka og lítið útsýni en eftir að hafa borðað á Bubba Gumb létti til og sólin skein á okkur þar sem eftir var dags og auðvitað tókst okkur að brenna smávegis. Við enduðum svo daginn með að fara í bíó í Chinese Theater þar sem helstu myndir Hollywood eru frumsýndar, við sáum myndina Unknown með Liam Neeson ágætis spennumynd. Við tókum svo lestina aftur heim seint og um síðir.

 

 

4 thoughts on “Los Angeles

  1. Glæsilegar myndir! Gaman að sjá hvað hefur á daga ykkar drifið (þetta var reyndar bara einn dagur). 🙂

  2. haha voruð þið ein í bíósalnum? Hefði alveg verið til í að horfa á mynd með ykkur í Kodak Theater með popp og kók. Þið bjóðið mér með næst!

    Vá kom þokan í korter? Svipað og San Francisco veðrið sýnist mér… Ég myndi allavega ekki kvarta yfir smá þoku, þar sem það er allt á kafi í snjó á Íslandi þessa dagana!

    Hlakka til að sjá næsta mynda session frá ykkur 🙂

  3. Kristján þetta voru tveir dagar sem við eyddum í að skoða LA 😉
    Helena við vorum 15, héldum lengi vel að við værum ein. Við verðum bara að vera með fjölskylduferð til LA.
    Þokan var aðeins lengur en korter en hún hvarf alveg á augabragði fannst manni. Við kvörtum ekki yfir veðrinu, þó keyrðum við nú í gegnum snjó hér í
    Kaliforníu 😉

Lokað er á athugasemdir.