Góður dagur í Nýju Jórvík

Enn einn góði dagurinn hér í Nýju Jórvík, við áttum pantað þyrluflug í gær en því miður var ekki flogið þá, þeir lokuðu snemma ég veit ekki vegna hvers en við fórum í dag 🙂 Við ákváðum áður en við áttum að mæta að prófa neðanjarðarlestakerfið (langt orð hu…) og stendur það alveg fyrir sínu. Við skruppum niður á 34. stræti í morgun og svo fórum við alla leið niður að South Ferry en þaðan fer ferjan yfir á Staten Island. Þar stutt frá er þyrluflugið staðsett en við mættum aðeins of snemma, alltaf svo tímanlega hjónin, svo við þurftum að bíða eftir okkar flugi. Við fórum svo loks á loft, mikið rosalega er ljúft að fljúga með þyrlu og ekki spillti útsýnið. Eftir að hafa flogið fórum við svo aftur með subwayinu að Central Park en við ætluðum að borða á stað sem að einn fararstjórinn á rútunum mælti með. Sá er við Carnegie Hall og þar hafa margir frægir borðað eins og við hahaha…. 😉 Eftir að hafa borðað sinntum við smá viðskiptum gengum eftir 5. stræti þar til skildu leiðir, Þorvaldur fór upp á hótel og ég hélt áfram. Ég ætlaði að kíkja í leyndarmál Victoríu en var 10 mínútum of sein, þeir lokuðu aðeins fyrr í dag ég alltaf heppin 🙁 Ég fékk mér þá bara göngutúr upp á hótel eftir 7. stræti með hinu fólkinu og naut veðursins sem var alveg frábært, sól og hiti kannski helst til of heitt fyrir Íslendinginn en ég komst heilu og höldnu heim, svolítið sveitt. Síðan höfum við bara legið í leti sett inn myndir, sögu og gónt á imbann. Við ætlum svo að fara snemma í fyrramálið að sækja bílinn sem við leigðum en bílaleigan er staðsett á 22. stræti og halda svo ferðinni áfram til Boston. Þetta er svona 2 fyrir 1 borgarferð hjá okkur hjónum eða þannig… Þar til næst 😉

Þorvaldur á Edison

Nætursteming við Times torg

Stemningsmynd úr Central Park

Þorvaldur á Strawberry Fields

Imagine merkið hans Lennons

Þorvaldur með hjólagaurnum

Niðurtalning á Busch sjálfan

Gróa á leið í Subwayið

Þorvaldur að bíða eftir lestinni

Gróa í lestinni

Þyrlan sem við flugum með

Frelsisstyttan

Manhattan

Manhattan

Brooklynbrúin

Við í þyrlunni

Gróa á Carnegie Deli ásamt hinum frægu

Tvær sem fagna frelsi

1 ummæli

  1. Edda

    Flotta myndir úr þyrlunni…mér sýnist þið hafa farið sama hring og við nema þið fenguð betra útsýni af frelsisstyttunni.