Lati bloggarinn

Það má eiginlega segja að ég sé svona í latari kantinum á ritun á þessa síðu þessa dagana, virðist hafa einhverjum öðrum hnöppum að hneppa 🙁 Svo er maður líka smavegis á feisbúkkinu vá hvað maður getur nú annars eytt tímanum í þeirri vitleysu en hún er skemmtileg þó. En að öðru, við mæðgur drifum okkur strax eftir vinnu í dag á völlinn og sáum kvennalandsliðið okkar (köllum þær okkar þegar vel gengur) baka Grikkina 7-0. Hún Fríða frænka hans Gumma var með þrennu og mikið rosalega stóð hún sig vel í leiknum, best að mínu mati, Katrín Ómars setti líka eitt en þær spila báðar með KR 😉 Þetta var alveg frábær skemmtun og allir skemmtu sér vel og hvöttu, klöppuðu og öskruðu þegar mörkin komu, langt síðan ég hef skemmt mér svona vel yfir fússanum. Nú styttist í ferðina okkar hjóna rétt um vika, svo veit maður aldrei hvort einhver seinkun verður á fluginu vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra. Ég ætla ekki að pirra mig yfir því núna, þetta kemur allt í ljós en b.t.w eru þeir ekki með nógu góð laun? Ég get stundum orðið svolítið reið svo vægt sé til orða tekið þegar farið er út í svona aðgerðir eins og þeir eru að fara en hugsa svo með mér að þetta sé kannski bara málið að fara í verkfall til að fá launaúrbætur. Við leikskólakennarar höfum nú ekki mikið notað þetta vopn enda held ég að við myndum að öllum líkindum jafnvel lama þjóðfélagið en kannski mundu það skila einhverju hver veit. Ég ætla ekki að halda áfram með þessa umræðu núna… 🙂 Sem sagt rétt vika í NY og ég er farin að hlakka pínu til að fara út og svo er maður komin í smá frí að því loknu. Þar til næst auf wiedersehen

Áfram Holland!!!!!

Ég verð að bæta aðeins við síðustu færslu, því þegar ég hafði lokað blogsíðukerfinu uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að minnast á uppáhaldsliðið mitt. Já gamla heldur með og hefur haldið með landsliði Hollands í gegnum árin og eru mínir menn sko að gera það gott þessa dagana. Ég er sannfærð um það að þeir eigi eftir að vinna EM þetta árið, tek bara secret á þetta. Kristján Ítalía hvað… Meira var það ekki í bili erum að drífa okkur hjónin í púlið núna….. Sjáumst 😉

Skemmtileg vika

Er það ekki bara skemmtilegt þegar maður fær tækifæri til að gera eitthvað annað en maður gerir dags daglega? Það er nefnilega það sem ég hef verið að gera síðustu daga eitthvað sem ég geri ekki á hverjum degi. Ég var á þriggja daga kennaranámskeiði hjá Kramhúsinu og mikið skelfingar ósköp var gaman 🙂 Við vorum ja að minnsta kosti 30 manns sem dönsuðum, spunnum, sungum, teiknuðum, notuðum eigin líkama sem hljóðfæri svo að eitthvað sé nefnt. Það sem var hægt að láta okkur gera var alveg ótrúlegt, mjög góður og opin hópur. Svo er bara að yfirfæra þetta í vinnu með börnunum, sem verður held ég frekar auðvelt, því börn eru jú svo opin fyrir öllu. En eitt er víst að ég fer aftur að ári, þarf að sækja um leyfi hjá Soffíu strax á mánudaginn 😉 En nóg um það bíllinn minn eða okkar Þorvaldar sem skemmdur var um síðustu helgi er kominn í lag. Það var skipt um rúðu á þriðjudaginn svo að allt er að komast svona í eðlilegt horf. Á mánudaginn koma svo Edda og Gummi heim frá Mexico, blogsíðan þeirra er mexico.svekk.net, hvet alla til að kíkja og gefa þeim smá komment. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og fullt af flottum myndum. Ég talaði við Eddu í gegnum netsímann áðan og við spjölluðum vel á annan klukkutíma. Hún er öll bitin á fótunum, líkist mömmu í þeim efnum, sæt og safarík eða þannig. Nei þetta er nú ekkert grín að vera svona bitin, hún er meira segja með bit undir iljunum á… ég held að það hljóti að vera ógeðslega vont 🙁 Það verður gott að fá þau skötuhjú aftur heim, svo við getum farið að fara í ræktina saman mæðgur… joke, nei ég hef saknað að hafa hana ekki með mér en ég verð að notast við eiginmanninn nú um helgina. Núna um helgina verður svo tengdó hjá okkur og ætlum við að kíkja á hjúin á Hraunbrautinni en pabbi hefur veriðað reisa smáhýsi fyrir rafskutluna þeirra. Seinni partinn á morgun förum við svo í útskriftaveislu til Hönnu og Gísla en þau eru að útskrifast frá KHÍ og HR. Jæja ég held ég hætti þessu nú í bili, þarf endilega að fara að standa mig betur í að setja inn myndir……. Vel á minnst 3 vikur í NY 😉 Ég var að uppgötva þegar ég sá dagsetninguna á færslunni að hún Ragnheiður vinkona mín er 45 ára í dag, til hamingju Ragnheiður!!!