Traines, planes and automobiles

Fyrirsögnin á þessari færslu væri gott heiti á ferðamyndinni okkar hér í Bússlýðveldinu 😉 Við höfum auðvitað flogið bæði með flugvél og þyrlu, ferðast með lest og eins subway eða neðanjarðarlestum og svo höfum við keyrt öll reiðinnar býsn. Við fórum s.s. í gær niður á 22. stræti í NY með leigara og sóttum bílinn sem við höfðum pantað. Það tók nú dágóða stund að fá eðalvagninn sem er hvítur Chrysler Sebring, ágætur en svolítið keyrður. Við héldum af stað en ekki vildi garmurinn okkar (gps tækið) virka alveg strax, svo við gerðum eins og einn vinur okkar hérlendur sagði að maður ætti ekki að gera en það hljómar orðrétt: don´t fuck around this is New York 🙁 En við komumst áleiðis án nokkurra vandræða og fljótlega virkaði garmurinn svo okkur var ekki til setunnar boðið…. Boston here we come. En ekki voru öll vandræði alveg á enda, því við settum heimilisfangið á hótelinu sem við áttum pantað inn í garminn og enduðum þá í einhverju íbúðahverfi í Boston. Við hringdum á endanum á hótelið og fengum að vita að það er í Woburn úthverfi Boston en ekki í Boston sjálfri. Við komumst á hótelið á endanum og bókuðum eina auka nótt þannig að við erum tvær nætur á þessu ágæta Best Western hóteli, sem stendur undir nafni eins og alltaf. Í dag keyrðum við svo á lestarstöðina þar sem við skildum bílinn eftir og tókum lest inn til Boston. Þar pöntuðum við okkur ferð með hinum frægu Duck Tours en eyddum fyrst 4 tímum í að rölta um miðborgina á eigin vegum þangað til skoðunarferðin hófst. Við keyptum Charlie Ticket og fórum með neðanjarðarlestinni sem tók örstutta stund. Við gengum um í 33° hita eins og sjá má á einni myndinni hér að neðan og svitnuðum eins og svín (betra á ensku) meðan við skoðuðum Boston. Við komum síðan heim á hótel þreytt og sveitt næstum 12 tímum seinna. Við ætlum síðan að vakna eldsnemma í fyrramálið og keyra til Stan og Söru sem búa í Upstate New York en við ætlum að kíkja á þau áður en heim verður haldið á föstudaginn. Ég ætla láta þetta næga að sinni en klukkan er hér að verða 12 á miðnætti sem þýðir 4 um nótt á Íslandi ye man…. 😉

Á leið til Boston

Gróa og bíllin við lestarstöðina

Gróa í lestinni á leið til Boston

Gróa í Boston

Hitinn já 33°c

Spegilmynd af hjónunum

Spegilmynd af kirkju í Boston

Þorvaldur í garðinum

Þorvaldur við tjörnina

Faratækið í Duck Tour