Ég er komin í fríið

Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið….. sjaldan hefur þetta stef hljómað jafn mikið í höfðinu á mér en undanfarið. Nú er komið að því að ég er farin í sumarfrí, á morgun um kl. 10:30 fljúgum við hjónin á vit ævintýranna í Nýju Jórvík. Við lendum þar um 12:30 að staðartíma á hinum fræga degi þarlendra 4th of July og munum að sjálfsögðu taka þátt í hátíðarhöldunum, við erum svo mikið fyrir það 😉 Svo verður eitthvað skemmtilegt á dagskránni hjá okkur, sérstaklega á sunnudaginn þann 06.07.08 er sú gamla verður 45. Við höfum svo planað eftir að hafa verið rúma 4 daga í NY að keyra til Boston og svo áfram að heimsækja þá sem við þekkjum á þessu svæði áður en heim er haldið þann 11. Að sjálfsgögðu verður hægt að fylgjast með ferðum okkar hjóna hér á síðunni og vonandi að það verði alveg fullt af myndum sem hægt verður að berja augum. Ég er að gera tilraun með myndainnsetningu núna og set inn 2 myndir aðra af krabba sem er nú mitt stjörnumerki og hin er af íslenskum landnámshænum sem urðu á vegi mínum um daginn. Reyndar eru báðar myndirnar teknar á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en við fórum þangað með leikskólabörnum í byrjun júní. Ekki meira í bili, heyrumst næst úr Bússlýðveldinu (ég og George eigum sama afmælisdag… jey) 🙂

Krabbatetur

Landnámshænur